Nokia E6 00 - Senda mynd eða annað efni í önnur tæki með Bluetooth

background image

Senda mynd eða annað efni í önnur tæki með Bluetooth
Hægt er að nota Bluetooth til að senda myndir, myndskeið, nafnspjöld,

dagbókarfærslur og annað efni yfir í samhæf tæki vinar og í tölvuna.

Hægt er að hafa nokkrar Bluetooth-tengingar virkar í einu. Ef þú ert tengd/ur við

samhæft höfuðtól geturðu til dæmis sent skrár í annað samhæft tæki á sama tíma.

1 Veldu og haltu hlutnum, til dæmis mynd. Veldu

Senda

>

Með Bluetooth

í

sprettivalmyndinni.

2 Veldu tækið til að tengjast við. Ef tækið sem þú vilt tengjast birtist ekki velurðu

Fleiri tæki

til að leita að því. Við leit sjást þau Bluetooth-tæki sem eru innan

svæðisins.

3 Sláðu inn lykilorð ef hitt tækið krefst þess. Lykilorðið, sem þú getur valið sjálf/ur,

þarf að slá inn í bæði tækin. Lykilorð er fyrirfram skilgreint í sumum tækjum.

Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók hins tækisins.
Lykilorðið er aðeins gilt fyrir þá tengingu sem er virk.