Nokia E6 00 - Skilaboð send

background image

Skilaboð send
Með texta- og margmiðlunarskilaboðum geturðu haft samband við fjölskyldu og vini

á fljótlegan hátt. Í margmiðlunarskilaboðum geturðu hengt við myndir, myndskeið og

hljóðskrár sem þú vilt deila með öðrum.

Veldu >

Skilaboð

.

1 Veldu

.

2 Til að slá inn símanúmer viðtakandans handvirkt slærðu númerið í reitinn Til. Til

að velja viðtakendur af tengiliðalistanum velurðu táknið

>

Bæta við

viðtakanda

.

3 Veldu innsláttarreitinn og skrifaðu skilaboðin.
4 Til að setja inn viðhengi velurðu

.

5 Veldu

.

Það kann að vera dýrara að senda skilaboð með viðhengi en að senda venjuleg

textaskilaboð. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.

50

Skilaboð

background image

Hægt er að senda textaskilaboð sem eru lengri en stafafjöldi í einum skilaboðum leyfir.

Lengri skilaboð eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega

gjald í samræmi við það.

Stafir sem nota kommur, önnur tákn eða valkosti sumra tungumála taka meira pláss

og takmarka þann stafafjölda sem hægt er að senda í einum skilaboðum.

Ef textaskilaboð eru mjög löng er þeim hugsanlega breytt í margmiðlunarskilaboð svo

hægt sé að senda þau. Til að slökkva á þessum eiginleika velurðu

>

Sendikostir

>

Gerð skilaboða

>

Texti

þegar þú skrifar skilaboðin.

Ef þú sendir textaskilaboð til fleiri en eins viðtakanda og einn tengiliður er skráður

með netfang en ekki símanúmer er textaskilaboðunum breytt í

margmiðlunarskilaboð.

Ef hluturinn sem settur er í margmiðlunarskilaboð er of stór fyrir símkerfið getur

tækið minnkað hann sjálfkrafa.

Aðeins samhæf tæki geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð. Skilaboð geta

litið mismunandi út eftir tækjum.