Lykilorð
PIN- eða PIN2-
númer
(4-8 tölur)
Slíkt númer kemur í veg fyrir að SIM-kortið sé notað í leyfisleysi
eða er nauðsynlegt til að fá aðgang að tilteknum aðgerðum.
Hægt er að stilla símann þannig að beðið sé um PIN-númerið
þegar kveikt er á honum.
Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu eða þú gleymir þeim
skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
Ef þú slærð númerið rangt inn þrisvar sinnum í röð þarftu að
opna það með PUK- eða PUK2-númerinu.
PUK- eða PUK2-
númer
(8 tölur)
Slíkt númer er nauðsynlegt til að opna PIN- eða PIN2 númer.
Hafa skal samband við þjónustuveituna ef þessi númer fylgja
ekki með SIM-kortinu.
IMEI-númer
(15 tölur)
Númerið er notað til að auðkenna gilda síma í símkerfinu.
Einnig er hægt að nota númerið til að loka til dæmis stolnum
símum.Þú gætir einnig þurft að gefa Nokia Care þjónustuveri
upp öryggisnúmerið.
Hægt er að sjá IMEI-númerið með því að hringja í *#06#.
Lásnúmer
(öryggisnúmer)
(minnst 4 tölur eða
stafir)
Þetta kemur í veg fyrir að síminn sé notaður í leyfisleysi.
Hægt er að stilla símann þannig að hann biðji um lásnúmerið
sem hefur verið tilgreint.
Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað, fjarri símanum.
Ef þú gleymir númerinu og síminn er læstur þarftu að leita til
þjónustuaðila. Þú gætir þurft að greiða viðbótargjald og
persónulegum gögnum í símanum kann að verða eytt.
Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care þjónustuveri eða
söluaðila símans.
20
Síminn tekinn í notkun